Útgáfa

Hér finnur þú hlaðvörp Sviðslistamiðstöðvar – viðtöl við sviðslistafólk á íslensku og ensku – og sjónvarpsþættina Sviðið.

Sviðsljósið - hlaðvarp

Hlaðvarp á íslensku. Umræður við fagfólk um málefni líðandi stundar, áskoranir í rekstri og stefnur í íslenskum sviðslistum. Umsjónarkona er Salka Guðmundsdóttir.

Snæbjörn Brynjarsson og Jóna Hlíf Halldórsdóttir ræða stöðu sviðslista í aðdraganda kosninga. Rætt er um styrkjaumhverfið, húsnæðismál og framtíðarsýn greinarinnar.

21/11/24

Hlusta á Spotify

Gagnrýnendurnir Sigríður Jónsdóttir og Þorgeir Tryggvason ræða hlutverk leikhúsgagnrýni í breyttu fjölmiðlaumhverfi, áhrif stjörnugjafar og mikilvægi gagnrýni fyrir listsköpun.

10/2/25

Hlusta á Spotify

Aude Busson og Þórunn Arna Kristjánsdóttir ræða mikilvægi barnamenningar, lýðræðislega þátttöku barna í sköpun og leiðir til að auka fjölbreytni í barnaleikhúsi.

10/3/25

Hlusta á Spotify

Óperusöngvararnir Þóra Einarsdóttir og Áslákur Ingvarsson ræða stöðu óperunnar á Íslandi, nýliðun, aðgengi og veruleika söngvara í samtímanum.

27/5/25

Hlusta á Spotify

Vigdís Jakobsdóttir kynnir niðurstöður skýrslunnar „Rými koma með súrefni“ og róttækar tillögur til úrbóta í húsnæðismálum sviðslista. Rætt er um nýjan menningarkjarna, svartan kassa og þörfina fyrir danshús.

17/12/25

Hlusta á Spotify

The PACI Podcast

Hlaðvarp á ensku. Kynningarviðtöl við íslenskt sviðslistafólk (Artist Profiles) þar sem ferill þeirra og verkefni eru í forgrunni.

Danshöfundurinn Ásrún Magnúsdóttir ræðir aðferðir sínar, samstarf við ólíka samfélagshópa og verðlaunasýninguna Ball.

23/2/23

Hlusta á Spotify

Leikstjórinn Una Þorleifsdóttir ræðir fjölbreyttan feril sinn, leikstjórn í Póllandi, leikgerðir eftir skáldsögum og menntun nýs sviðslistafólks.

15/3/23

Hlusta á Spotify

Leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson lýsir leikritun sem særingu og ræðir hvernig hann nýtir sársauka til að skapa grótesk og fyndin sviðsverk.

14/4/23

Hlusta á Spotify

Leikmyndahönnuðurinn Brynja Björnsdóttir ræðir „sjónræna dramatúrgíu,“ hópinn 16 elskendur og þátttöku sína á Prague Quadrennial.

17/5/23

Hlusta á Spotify

Brúðuleikhúslistakonan Greta Clough ræðir um rekstur verðlaunaleikhússins Handbendi á Hvammstanga, alþjóðlegu hátíðina HIP og listform brúðuleikhússins.

23/6/23

Hlusta á Spotify

Söngkonan Guja Sandholt ræðir Óperudaga, stofnun Þjóðaróperu og íslenska klassíska tónlist sem „stórveldi“ á alþjóðasviði.

15/11/23

Hlusta á Spotify

Tvíeykið Pétur og Brogan ræða varnarleysi, húmor og mistök í listsköpun. Rætt er um Dance for Me, Baby Rave og stjórnun Reykjavík Dance Festival.

30/11/23

Hlusta á Spotify

Sirkuslistafólkið Eyrún Ævarsdóttir og Jóakim Meyvant Kvaran ræða stofnun Hringleiks, samtímasirkus á Íslandi og sýningar á borð við Whatever the Weather og MegaWhat?

22/2/24

Hlusta á Spotify

Danshöfundurinn Lovísa Ósk Gunnarsdóttir ræðir um að rjúfa þögnina um breytingaskeiðið, alþjóðlega velgengni verksins When the Bleeding Stops og kraftinn í varnarleysinu.

17/3/24

Hlusta á Spotify

Þorleifur Örn Arnarsson, leikræðir leikhúsið sem „vígvöll hugmynda,“ uppsetningu sína á Tristan og Ísold í Bayreuth og hættuna af einföldun í flóknum heimi.

29/4/24

Hlusta á Spotify