8.8.24
Auglýst eftir umsóknum í Sviðslistasjóð og Listamannalaun fyrir árið 2025
Styrkir
Sviðslistamiðstöð veitir styrki til sviðslistafólks á sýningaferðalögum erlendis eða þátttöku í viðburðum sem miða að því að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn sviðslistaverka utan Íslands. Þá veitir Sviðslistamiðstöð styrki til þýðinga á íslenskum sviðsverkum til flutnings utan landsteinanna.
Sviðslistamiðstöð Íslands tók til starfa árið 2022 og er stofnuð af öllum helstu hagaðilum innan sviðslista á Íslandi. Miðstöðin er rekin með stuðningi frá Menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Sviðslistamiðstöð Íslands gegnir því hlutverki að styðja íslenskar sviðslistir og auka sýnileika þeirra og hróður innan lands sem utan.