Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
10.16.25

‍Örkynningar-námskeið og kynningardagskrá á Reykjavík Dance Festival

Örkynningar-námskeið og kynningardagskrá á Reykjavík Dance Festival

Ein af megináherslum Sviðslistamiðstöðvar Íslands er að styðja við alþjóðlega tengslamyndun og sýnileika íslensks sviðslistafólks. Með því að veita listafólki hagnýt verkfæri til að kynna eigin verk og skapa vettvang fyrir samtal við erlenda fagaðila, eflum við möguleika á samstarfi, sýningum og útbreiðslu.

Í október og nóvember býður miðstöðin upp á tvískipt tækifæri fyrir sviðslistafólk:

annars vegar hagnýtt námskeið í örkynningu og hins vegar pitch-sessjón á Reykjavík Dance Festival, þar sem listafólk kynnir verk sín fyrir alþjóðlegum gestum.

Námskeið í örkynningu (pitch)

Miðvikudagur 22. október 2025 kl. 16:00–19:00

Sviðslistamiðstöðin, Austurstræti 5, 4. hæð

Sviðslistamiðstöðin býður sviðslistafólki að taka þátt í hagnýtu námskeiði í örkynningu (pitching), þar sem áhersla er lögð á skýra og áhrifaríka framsetningu á listaverkum – bæði í munnlegum og skriflegum kynningum.

Leiðbeinandi er Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands, sem hefur áralanga reynslu af kynningarstarfi og alþjóðlegum samstarfsverkefnum í sviðslistum.

Á námskeiðinu verður unnið með:

  • kjarna verksins og hvernig hann er settur fram,
  • form og flæði kynninga,
  • aðstæður og hlustendahóp,
  • æfingar og samtöl með endurgjöf.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja efla færni sína í að kynna hugmyndir og verkefni fyrir styrkveitendum, samstarfsaðilum, hátíðum og sýningarstöðum – jafnt innanlands sem erlendis.

Pitch-sessjón á Reykjavík Dance Festival

Föstudagur 14. nóvember kl. 10:00–12:00

Tjarnarbíó – í samstarfi við Reykjavík Dance Festival

Sviðslistamiðstöðin og Reykjavík Dance Festival standa að sérstakri pitch-sessjón þar sem íslenskt sviðslistafólk fær tækifæri til að kynna verk sín fyrir alþjóðlegum gestum hátíðarinnar – þar á meðal sýningarstjórum, hátíðarfulltrúum og stjórnendum sviðslistahúsa.

Sessjónin er opin atvinnufólki í sviðslistum sem vinnur að verkefnum í þróun eða sýningarhæfum verkum, óháð formi – leikhús, dans, sirkus, brúðuleikhús, ópera og fleiri samsett listform.

  • Kynningarnar fara fram á ensku
  • Hver þátttakandi hefur allt að 8 mínútur til kynningar
  • Aðgangur að viðburðinum er ókeypis og opinn
  • Tjarnarbíó er með hjólastólaaðgengi og kynhlutlaus salerni
  • Þátttakendur eru valdir af Sviðslistamiðstöð og Reykjavík Dance Festival

Umsóknarfrestur:

Mánudagurinn 28. október kl. 16:00

Nánari upplýsingar og umsókn:

www.reykjavikdancefestival.com/pitch-2025

Þátttakendur í námskeiðinu eru hvattir til að nýta sér tækifærið og sækja um þátttöku í pitch-sessjóninni. Viðburðirnir mynda samhentan feril frá verkfærum til vettvangs – þar sem orð og aðstæður mætast.

-
Aðrar fréttir
Allar fréttir
No items found.