Örkynningar-námskeið og kynningardagskrá á Reykjavík Dance Festival
Ein af megináherslum Sviðslistamiðstöðvar Íslands er að styðja við alþjóðlega tengslamyndun og sýnileika íslensks sviðslistafólks. Með því að veita listafólki hagnýt verkfæri til að kynna eigin verk og skapa vettvang fyrir samtal við erlenda fagaðila, eflum við möguleika á samstarfi, sýningum og útbreiðslu.
Í október og nóvember býður miðstöðin upp á tvískipt tækifæri fyrir sviðslistafólk:
annars vegar hagnýtt námskeið í örkynningu og hins vegar pitch-sessjón á Reykjavík Dance Festival, þar sem listafólk kynnir verk sín fyrir alþjóðlegum gestum.
Miðvikudagur 22. október 2025 kl. 16:00–19:00
Sviðslistamiðstöðin, Austurstræti 5, 4. hæð
Sviðslistamiðstöðin býður sviðslistafólki að taka þátt í hagnýtu námskeiði í örkynningu (pitching), þar sem áhersla er lögð á skýra og áhrifaríka framsetningu á listaverkum – bæði í munnlegum og skriflegum kynningum.
Leiðbeinandi er Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands, sem hefur áralanga reynslu af kynningarstarfi og alþjóðlegum samstarfsverkefnum í sviðslistum.
Á námskeiðinu verður unnið með:
Námskeiðið hentar öllum sem vilja efla færni sína í að kynna hugmyndir og verkefni fyrir styrkveitendum, samstarfsaðilum, hátíðum og sýningarstöðum – jafnt innanlands sem erlendis.
Föstudagur 14. nóvember kl. 10:00–12:00
Tjarnarbíó – í samstarfi við Reykjavík Dance Festival
Sviðslistamiðstöðin og Reykjavík Dance Festival standa að sérstakri pitch-sessjón þar sem íslenskt sviðslistafólk fær tækifæri til að kynna verk sín fyrir alþjóðlegum gestum hátíðarinnar – þar á meðal sýningarstjórum, hátíðarfulltrúum og stjórnendum sviðslistahúsa.
Sessjónin er opin atvinnufólki í sviðslistum sem vinnur að verkefnum í þróun eða sýningarhæfum verkum, óháð formi – leikhús, dans, sirkus, brúðuleikhús, ópera og fleiri samsett listform.
Umsóknarfrestur:
Mánudagurinn 28. október kl. 16:00
Nánari upplýsingar og umsókn:
www.reykjavikdancefestival.com/pitch-2025
Þátttakendur í námskeiðinu eru hvattir til að nýta sér tækifærið og sækja um þátttöku í pitch-sessjóninni. Viðburðirnir mynda samhentan feril frá verkfærum til vettvangs – þar sem orð og aðstæður mætast.