Miðvikudaginn 3. september kl. 19:30–21:30 stendur Sviðslistamiðstöðin fyrir fræðslukvöldi fyrir atvinnufólk í sviðslistum sem vill efla hæfni sína í að skrifa styrkumsóknir og kynnast bæði innlendum og erlendum styrkjum.
Við förum yfir hvernig umsóknarferli Sviðslistasjóðs gengur fyrir sig, hvað skiptir máli þegar umsóknir eru metnar og hvaða reynsla og aðferðir hafa reynst gagnlegar í raunverulegum verkefnum. Einnig verður stiklað á stóru um helstu alþjóðlegu styrktartækifæri fyrir sviðslistafólk. Kvöldið endar á opnu spjalli og spurningatíma.
Innlegg kvöldsins:
Staður: Sviðslistamiðstöðin, Austurstræti 5 (4. hæð)
Tími: Miðvikudagur 3. september kl. 19:30–21:30
Verð: Ókeypis – en skráning nauðsynleg
📌 Skráning fer fram hér: https://forms.gle/QGWiRqAWxPY7jJgj8