Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
10.2.23

Þýðingastyrkir í Október - Opið fyrir umsóknir

Sviðslistamiðstöð auglýsir opið fyrir umsóknir um þýðingastyrki. Umsóknarfrestur er til 23. október kl. 16:00

Markmið þýðingastyrkja er að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn eftir íslenskum leikritum og sviðslistaverkum erlendis.

Þýðingastyrkur er veittur til að styðja við þýðingar á frumsömdum íslenskum leikverkum á önnur tungumál. Leikverkið þarf að hafa verið frumsýnt á Íslandi áður en sótt er um þýðingu.

Einnig er hægt að sækja um styrk fyrir textun (subtitle) á íslensku sviðsverki til flutnings utan Íslands. Athugið að Sviðslistamiðstöð fullfjármagnar ekki þýðingar.

Skilyrði fyrir styrkveitingunni er að þýðingin sé unnin beint úr íslensku og að vilyrði sé fyrir sýningu verksins erlendis. Stuðningur við aðlögunar- eða framleiðslukostnað fellur ekki undir þennan styrk. Þýðingastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands eru veittir tvisvar á ári.

Sótt er um í vefumsóknarformi á netinu hér

Nánari upplýsingar um skilyrði þýðingastyrkja má finna hér.

-