Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.

Ferðastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands

Opið fyrir umsóknir

Opið er fyrir umsóknir um ferðastyrki. Umsóknarfrestur er til 27. september kl. 16:00

SÆKJA UM HÉR
Hverjir geta sótt um?

Umsækjendur skulu hafa íslenska kennitölu og starfa sem atvinnufólk í sviðslistum. Ef aðeins hluti þátttakenda í verkefni uppfyllir þessa kröfu og verulegur hluti ekki, verður að leggja áherslu á hvernig verkefnið stuðli að eflingu íslensks sviðslistalífs.

Ferðastyrkir eru ætlaðir sjálfstætt starfandi sviðslistafólki og styrkir ekki verkefni sem framleidd eru af opinberum stofnunum eða séreignarstofnunum sem reknar eru með opinberu framlagi.

Hvert er markmið ferðastyrkja og hvað er styrkt?

Styrkir eru veittir til sviðslistafólks á sýningaferðalögum erlendis eða þátttöku í viðburðum erlendis sem miða að því að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn sviðslistaverka utan Íslands.

Ferðastyrkir Sviðslistamiðstöðvar Íslands eru veittir þrisvar á ári og opið fyrir umsóknir í janúar, maí og september. Styrkupphæð er 75.000 kr fyrir ferðir innan Evrópu og 100.000 fyrir ferðir utan Evrópu.

Að hámarki eru veittar 600.000 krónur fyrir hvert verkefni.

Hvað er ekki styrkt:
- Þátttaka í vinnustofum (residensíur)
- Þátttaka á námskeiðum eða námsferðum
- Þátttaka í erlendum verkefnum sem eru alfarið framleidd og styrkt af erlendum aðilum.

Hvernig og hverjir meta umsóknina?

Fagráð sviðslistamiðstöðvar er skipað fulltrúum frá SAFAS - Samráðsvettvangi fagfélaga í sviðslistum. Umsóknir eru metnar eftir því hvernig þær falla að markmiðum ferðastyrkja um að vekja áhuga, auka sýnileika og eftirspurn sviðslistaverka utan Íslands.

Aðalfulltrúar:
Rebekka A. Ingimundardóttir
Ólöf Ingólfsdóttir
Ólafur Kjartan Sigurðarson

Varafulltrúar:
Friðþjófur Þorsteinsson
Aðalbjörg Árnadóttir
Þóra Einarsdóttir

Hvað skal koma fram í umsókninni?

Sótt er um í netumsókn.

Í umsókn skal tilgreina upplýsingar um umsækjanda, verkefni, aðstandendur, tilgang og tilhögun ferðar.

Boðsbréf frá sýningarstað eða hátíð verður að fylgja umsókn eða önnur gögn sem staðfesta þátttöku sviðslistahóps á hátíð eða öðrum viðburðum sem hafa það að markmiði að fjölga tækifærum og auka sýnileika viðkomandi sviðslistahóps.

Fjárhagsáætlun vegna fyrirhugaðrar ferðar verður að fylgja umsókn, annars er hún ekki tekin til greina. Athugið að ekki er óskað eftir fjárhagsáætlun vegna framleiðslu sýningar heldur einungis tekjum og kostnaði tengdum ferðalagi.  Vinsamlegast fyllið út fjárhagsáætlun sem má hlaða niður HÉR og setjið í viðhengi í umsókn.

Sækja um ferðstyrk hér
Hvenær fæ ég svar og hvernig fæ ég úthlutað?

Svör við umsóknum um ferðastyrki berast með tölvupósti í síðasta lagi 4 vikum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Ferðastyrkurinn er greiddur við úthlutun. Umsókn skal berast áður en viðburður fer fram. Sviðslistamiðstöð skuldbindur sig til að fara með öll gögn tengd umsóknum sem fyllsta trúnaðarmál.

Falli ferð niður skal tilkynna það til Sviðslistamiðstöðvar og mun þá styrkurinn falla niður.

Lokaskýrsla

Lokaskýrslu skal skila innan 2 mánaða frá lokum ferðalags.

Skýrslan er útfyllt á netinu á Google Forms og má nálgast hér að neðan.

Í lokaskýrslu þarf að koma fram stutt samantekt um ferðina og hvernig hún náði markmiðum ferðastyrkja, upplýsingar um fjölda sýninga og fjölda áhorfenda og mynd(ir) úr sýningarferðalagi til opinberar birtingar.

Við bendum á að ekki er hægt að senda inn nýjar umsóknir ef lokaskýrslu hefur ekki verið skilað fyrir skilafrest.

Lokaskýrsla til útfyllingar