A! Gjörningahátíð

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er á Akureyri í október ár hvert.

A! er fjögurra daga alþjóðleg gjörningahátíð sem haldin er árlega. Hátíðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs, Gilfélagsins, Listnámsbrautar VMA og Myndlistarfélagsins á Akureyri og eru viðburðir haldnir í hinum ólíku menningarhúsum bæjarins. A! er einstök hátíð á landsvísu og einbeitir sér eingöngu að gjörningalist.Fjölbreyttir gjörningar og leikhústengd verk af öllum toga eru á dagskránni. Þátttakendur eru ungir og upprennandi listamenn, ásamt reyndum og vel þekktum gjörningalistamönnum, dans- og leikhúsfólki og eru þeir innlendir sem erlendir. Á hverju ári breytir hátíðin Akureyri í suðupott spennandi gjörninga. Ókeypis er inn á alla viðburði.

Dagsetningar hátíðar:
8.-11. október 2026
Listrænn stjórnandi
Sara Bjarnason
Netfang
a@listak.is
Vefsíða
https://www.listak.is/is/syningar/lidnar-syningar/a-gjorningahatid

Ljósmyndir frá hátíðinni

No items found.