Menningarmiðstöðin Edinborg

Edinborgarhúsið býður upp á þrjá sali, Edinborgarsal, Bryggjusal og Rögnvaldarsal. Edinborgarsalur býður upp á góða aðstöðu fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefnur, fundi og málþing.

Um húsið

Edinborgarhúsið er menningarhús Vestfjarða. Þar fer fram fjölbreytt menningarstarfsemi, leiksýningar, tónleikahald, myndlistarsýningar og listkennsla. Húsið býður upp á fyrsta flokks aðstöðu til tónleikahalds og leiksýninga. Hljómburður í húsinu er góður og auðvelt að aðlaga sali húsins fyrir hina ýmsu viðburði.  

Samtals er húsið um 1.700m² á þremur hæðum. Þar af er jarðhæðin rúmir 1000m². Á jarðhæðinni er að finna Edinborgarsal sem er rúmlega 221m², búinn hljóð- og ljósakerfi. Salurinn býður upp á góða aðstöðu fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefndur, fundi, málþing og fleira. Hægt er að tengja salin við smærri sal Bryggjusal sem er 219m².  Á sömu hæð er veitingahúsið Edinborg Bistro sem tekur um 100 manns við borð.

Í suðurenda á 2. hæð er Rögnvaldarsalur 70m², ásamt tveimur smærri sölum, sem eru 55m² og 45m². Auk þess að vera kennslusalir Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar henta þeir til mannamóta í sinni víðustu mynd. Í norðurenda á sömu hæð eru svalir yfir Edinborgarsal og tæknirými salarins.

Edinborgarsalur er búinn “Line Array” hljóðkerfi úr HDL línu frá RCF, HDL20-A toppar og SUB-8006AS bassar. Hátalararnir eru með innbyggðum mögnurum og stýringum. Auk hátalara er 32 rása stafrænn hljóðmixer frá Allen & Heath, QU-32 Chrome,  ásamt  sviðsboxum og Cat5E snák. Salurinn er einnig búinn 14 Robe ParFect 150 ljósum og 6 Robe LEDBeam 150 hreyfiljósum ásamt Avolites Quartz ljósaborði.

Tengiliður:

Ingi Björn Guðnason

Framkvæmdastjóri

Netfang

edinborg@edinborg.is

Vefsíða

https://www.edinborg.is

Svið / Rými

Edinborgarsalur

Edinborgarsalur er fjölnota salur með "black box" eiginleikum. Salurinn er búinn sviðspöllum sem má raða eftir þörfum eða taka alfarið niður. Yfir sviði er sviðsgrind með ljósabúnaði og er sallurinn fullbúin hljóðkerfi og ljósakerfi.

Tegund sviðs:

Multi-purpose

Áhorfendafjöldi:

280