Kómedíuleikhúsið er lítið og rómað sýningarrými sem hentar litlum en vönduðum leiksýningum og tónleikum. Með litlu leiksviði en einnig hægt að snúa leikrýminu við og sýna á gólfinu.
Um húsið
Kómedíuleikhúsið hefur eitt lítið svið en einnig hafa sýningar verið leiknar á gólfinu og áhorfendur um kring og upp á sviði. Það er hljóðkerfi í húsinu og ljósabúnaður. Það eru tvö salerni, búningsherbergi og svo er það leikhúsbarinn okkar, Grænibar sem er ávallt opinn nær viðburður er í húsinu.