Á Menningarnótt í Reykjavík 23. ágúst var tilkynnt að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðast í byggingu nýs sýningar- og æfingarrýmis við Þjóðleikhúsið.
Nýbyggingin, sem áætlað er að verði 2–3000 fermetrar, mun hýsa sveigjanlegt leiksvið („svartan kassa“) fyrir um 250–320 áhorfendur, æfingasal, búninga- og leikmunasafn auk úrbóta í aðgengismálum. Byggingin mun leysa úr áralöngum skorti á rými fyrir starfsemi Þjóðleikhússins og bæta aðstöðu fyrir listamenn og áhorfendur.
Samkvæmt áætlunum verður nýbyggingin tilbúin árið 2030, þegar Þjóðleikhúsið fagnar 80 ára afmæli sínu. Verkefnið er metið á um tvo milljarða króna.
Þessi ákvörðun markar mikilvægan áfanga í uppbyggingu innviða fyrir íslenskar sviðslistir og mun efla bæði faglega starfsemi og aðgengi almennings að fjölbreyttu leikhúslífi.
👉 Lesa nánar á vef Þjóðleikhússins