Reykjavík Dance Festival er alþjóðlegur vettvangur danslistar á Íslandi.

Reykjavík Dance Festival er alþjóðlegur vettvangur dans- og líkamsmiðaðra sviðslista á Íslandi og ein framsæknasta hátíð sinnar tegundar í Evrópu. Hátíðin skapar lifandi samtal við áhorfendur allt árið með þeim verkum og listamönnum sem hún sýnir, styður og framleiðir, ásamt virku alþjóðlegu samstarfi meðal annars í gegnum Aerowaves netið.
RDF var stofnuð árið 2002 og hefur frá þeim tíma þróast og vaxið verulega. Í dag stendur hún fyrir alþjóðlegri danshátíð sem haldin er í nóvember ár hvert, auk fjölbreyttra verkefna allt árið, hátíðum, vinnustofum, viðburðum og gestadvölum listafólks sem styðja listamenn í að þróa ný verk og aðferðir í nánu samtali við íslenskt nærumhverfi.






%20-%20Pe%CC%81tur%20A%CC%81rmannsson.jpg)
