Ungi festival

Alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur sem sýnir úrval innlendra og erlendra gæðaverka í apríl annað hvert ár.

Ungi er alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir unga áhorfendur, skipulögð af ASSITEJ á Íslandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár í apríl sem sjálfstæður hluti af Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Ungi teflir fram úrvali af framúrskarandi íslenskum sviðsverkum fyrir börn og ungmenni, í bland við vandaðar erlendar gestasýningar. Hátíðin er mikilvægasti fagvettvangur landsins fyrir barna- og unglingaleikhús, þar sem áhersla er lögð á listræn gæði, faglegar umræður, vinnustofur og tengslamyndun við alþjóðlega hátíðarhaldara.

Dagsetningar hátíðar:
Annað hvert ár í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Listrænn stjórnandi
Aude Busson
Netfang
ungifestival@gmail.com
Vefsíða
https://www.assitej.is/ungi2024

Ljósmyndir frá hátíðinni

No items found.