Borgarleikhúsið er tæknilega fullkomið leikhús sem býður upp á stórsýningar og nýsköpun á þremur sviðum.

Borgarleikhúsið er ein öflugasta menningarstofnun landsins og miðstöð fjölbreyttrar leiklistar í Reykjavík. Leikhúsið tók til starfa í núverandi húsnæði árið 1989 og er eitt tæknilega fullkomnasta leikhúsið á Íslandi.
Í húsinu eru þrír megin sýningarsalir: Stóra sviðið, sem rúmar um 550 gesti, Litla sviðið og Nýja sviðið, sem er "black box" rými og býður upp á mikinn sveigjanleika. Að auki er boðið upp á sýningar í forsal og á öðrum óhefðbundnum svæðum hússins.
Verkefnaval Borgarleikhússins spannar allt frá nýjum íslenskum verkum og djörfum tilraunum til stórsýninga og söngleikja. Leikhúsið leggur mikla áherslu á nýsköpun og á í farsælu og reglubundnu samstarfi við sjálfstæða leikhópa, sem tryggir lifandi flæði hugmynda og breiða skírskotun til áhorfenda á öllum aldri.

Stóra svið Borgarleikhússins er tæknilegasta leiksvið landsins
Proscenium

Hægt er að breyta uppstillingu áhorfendasæta í salnum eða jafnvel sleppa þeim alveg. Sviðið er vel búið ljósa, hljóð og myndbúnaði.
Black box

Black box