Leikhús alfarið tileinkað því að efla sviðslistir á Íslandi í öllum sínum birtingarmyndum, með sérstaka áherslu á að aðstoða sjálfstætt starfandi sviðslistafólk.

Svart rými með 180 sætum (með viðbótar röðum á gólfinu má fjölga þeim í 212), og forsal sem tekur 65 manns. Sviðið er 8 metrar á breiddina og 10 metrar á dýpt. Hæðin frá gólfi upp í ljósará er sex og hálfur metri. Stærð ljósatrössa er 8 metrar á lengd, 29cm dýpt og breiddin á milli ráa er circa 2,1 metri.
Frá bakvegg á sviði að ljósafrontum eru 25 metrar. Hægt er að kynna sér nánar tæknibúnað á heimasíðu.
Hægt er að leigja Tjarnarbíó, en algengast er að listafólk komi inn í gegnum samstarf sem innifelur í sér ókeypis æfingartímabil, ráðgjöf og fjárhagslegan stuðning í markaðssetningu gegn því að miðasölu sé skipt milli hússins og listamanna. Til að koma inn sem samstarfsverkefni þarf að svara opnu kalli sem yfirleitt opnar um leið og tilkynnt er hverjir hljóta listamannalaun og styrki úr sviðslistasjóði. Áhersla er á að verkin séu fagleg og ekki séu áhugaleikfélög í húsinu.

Hægt er að kynna sér tækjabúnað á https://www.tjarnarbio.is/taekjabunadur
Black box

Upphækkað lítið svið hentugt fyrir uppistand, karaóke eða tónleika með 3 manna bandi.