Tóma Rýmið

Hrátt rými fyrir sviðstlistatilraunir og æfingar

Um húsið

Tóma rýmið er sjálfstætt og hrátt sviðslistarými í Skerjafirði í Reykjavík, ætlað til listrænnar þróunar, tilrauna og nýsköpunar. Rýmið var opnað 2020 og hefur síðan orðið mikilvægur vettvangur fyrir nýtt sviðslistafólk og sjálfstæða hópa sem vinna utan hefðbundinna leikhúsa.

Tóma rýmið er rekið af listafólki í sjálfboðavinnu og byggir á hugmyndafræði um aðgengilegt, sveigjanlegt og notendastýrt rými. Þrátt fyrir einfalda aðstöðu og lágmarksbúnað hefur rýmið reynst lykilinnviður fyrir tilraunakennd verk, vinnustofur og rannsóknir, og gegnir mikilvægu hlutverki í grasrótarstarfi íslenskra sviðslista.

Tóma rýmið hentar ekki fyrir opinbera viðburði.

Tengiliður:

Netfang

tomarymid@gmail.com

Vefsíða

https://www.instagram.com/tomarymid/