
Sviðslistamiðstöð minnir á næsta umsóknarfrest ferðastyrkja sem er 30. janúar kl. 16:00.
Styrkirnir eru ætlaðir sjálfstætt starfandi atvinnufólki í sviðslistum til sýningaferðalaga, jafnt innanlands sem erlendis. Markmið styrkjanna er að auka sýnileika íslenskra sviðslista, ná til nýrra áhorfenda og efla alþjóðleg tengsl.
Frá og með desember síðastliðnum tóku gildi nýjar reglur sem miða að því að gera sjóðinn aðgengilegri og vinnulagið fyrirsjáanlegra:
Athugið: Þótt nýja fyrirkomulagið dragi úr óvissu, er styrkveiting aldrei tryggð. Sjóðurinn er takmarkaður og úthlutun byggir á faglegu mati fagráðs hverju sinni, þar sem tekið er mið af eftirspurn og fyrirliggjandi fjármagni í hverri lotu.
Fylgigögn: Umsóknir eru aðeins teknar til greina ef þeim fylgir staðfesting frá sýningarstað/hátíð og skýr fjárhagsáætlun ferðarinnar.
Kynntu þér skilyrði og sæktu um HÉR