Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
11.12.25

Kynning á íslenskum leikskáldum í Osló

Vel heppnaður viðburður fór fram í sendiráðsbústað Íslands í Osló þar sem flutt voru brot úr nýjum verkum Hrafnhildar Hagalín og Tyrfings Tyrfingssonar.

Sviðslistamiðstöð Íslands, í samstarfi við Sendiráð Íslands í Noregi, Íslandsstofu og Sviðslistamiðstöðina, stóð fyrir kynningu á íslenskri leikritun þriðjudaginn 11. nóvember. Sendiherra Högni Kristjánsson og sendiherrafrú Ásgerður Magnúsdóttir tóku á móti gestum af hlýju og natni.

Eftir stutt ávarp sendiherra kynnti Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Sviðslistamiðstöðvar Íslands, stöðu og þróun íslensks sviðslistaumhverfis. Að því loknu voru fluttar senur úr tveimur nýjum íslenskum leikritum:

– Heim eftir Hrafnhildi Hagalín, í þýðingu Maren Barlien
– Rými fyrir ást (Space for Love) eftir Tyrfing Tyrfingsson, í þýðingu Maren Barlien

Leiklestrarnir voru fluttir á norsku af frábærum leikurum: Nönnu Lundevall, Fredrik Aakerhus, Anderz Eide og Helen Vikstvedt.

Að leiklestri loknum var boðið upp á móttöku þar sem gestir spjölluðu saman, ræddu við leikskáldin og kynntu sér verkin frekar. Þar gafst gott tækifæri til að efla tengsl milli íslensks og norsks leikhúsfólks og ræða möguleika á miðlun leikverka milli landa.

Daginn eftir átti íslenska sendinefndin fundi með fulltrúum Nationaltheatret, Det Norske Teatret og Vega Scene, þar sem rætt var um tengslamyndun, kynningarleiðir og áframhaldandi samstarf á sviði leikritunar.

Viðburðurinn í Osló markaði lokaviðburð í röð kynninga á íslenskum leikskáldum á árinu 2025. Fyrsti viðburðurinn fór fram í Berlín í september, sá næsti í Helsinki 3. nóvember, og með viðburðinum í Osló lauk verkefninu á fallegan og kraftmikinn hátt.

Markmiðið með verkefninu er að kynna íslensk leikskáld erlendis, efla skapandi tengslanet og styðja við miðlun verka á milli landa.

Ljósmyndir: Myriam Marti Fotografi og FS Foto

Högni Kristjánsson sendiherra