Með því að smella á „Samþykkja“ staðfestir þú að vafrakökur séu geymdar í tækinu þínu til að auka notendaupplifun, greina notkun síðunnar og aðstoða við markaðsstarf okkar. Skoðaðu persónuverndarstefnu okkar fyrir frekari upplýsingar.
Skilmálar um notkun á vafrakökum
Þegar þú heimsækir vefsíður gætu þær geymt eða sótt gögn í vafrann þínn með vafrakökum (e. cookies). Þetta er oft nauðsynlegt fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Vafrakökurnar gætu verið notaðar til markaðssetningar, greiningar eða til að sérsníða síðuna, t.d. til að geyma kjörstillingar þínar.

Persónuvernd er okkur mikilvæg. Þess vegna hefur þú möguleika á að slökkva á ákveðnum tegundum af vafrakökum sem eru ekki nauðsynlegar fyrir grunnvirkni vefsíðunnar. Þessi útilokun getur haft áhrif á upplifun þína af vefsíðunni.
Stjórnun á vafrakökum eftir flokkum
Nauðsynlegt
Alltaf virkt
Þessar vafrakökur eru nauðsynlegar fyrir grunnvirkni síðunnar.
Markaðssetning
Þessar vafrakökur eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær geta einnig verið notaðar til að mæla árangur auglýsingaherferða eða takmarka fjölda skipta sem þú sérð auglýsingar. Markaðsfyrirtæki setja þær inn með leyfi rekstraraðila vefsíðunnar.
Persónulegar stillingar
Þessar vafrakökur gera vefsíðunni kleift að muna stillingarnar þínar (svo sem notendanafn, tungumál eða svæði) og veita betri og persónulegri upplifun.
Greining
Þessar vafrakökur hjálpa rekstraraðila vefsíðunnar að fylgjast með virkni síðunnar, hvernig gestir nota hana og hvort það komi upp tæknileg vandamál. Þessar vafrakökur safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti.
1.7.26

Opið fyrir umsóknir: Tækifæri fyrir listafólk og gagnrýnendur á CPH STAGE

CPH STAGE í Danmörku leitar nú að þátttakendum í tvö alþjóðleg verkefni. Annað snýr að sviðslistafólki í upphafi ferils en hitt að þeim sem fást við skrif og umfjöllun um sviðslistir.

Sviðslistamiðstöð Íslands vill vekja athygli á tveimur spennandi tækifærum á vegum CPH STAGE sem standa íslensku fagfólki til boða. Um er að ræða verkefnin EAP – Buddy Programme og Off Stage. Bæði verkefnin miða að því að efla norrænt tengslanet og faglega hæfni, og fela í sér ferðastyrki fyrir þátttakendur.

Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um verkefnin.

1. Off Stage (Fyrir gagnrýnendur og greinahöfunda)

Umsóknarfrestur: 1. febrúar 2026

Off Stage – Rethinking Performing Arts Criticism er vinnustofa fyrir þau sem hafa áhuga á að skrifa um, greina og rýna í sviðslistir. Verkefnið er opið bæði starfandi gagnrýnendum (á öllum stigum ferilsins) og listafólki sem vill dýpka skilning sinn á samspili texta og sviðslista.

Vinnustofan fer fram undir leiðsögn sérfræðinga frá hinum virta vefmiðli Springback.org dagana 27.–29. maí 2026 í Kaupmannahöfn.

Valdir þátttakendur fá:

  • Þátttöku í vinnustofu og aðgangspassa (Delegate pass) á CPH STAGE og International Days.
  • Fulla fjármögnun: Ferðastyrk sem greiðir flug, gistingu og dagpeninga.
  • Tækifæri til að mynda tengsl við alþjóðlega kollega og efla faglega orðræðu um sviðslistir.

Verkefnið er styrkt af Norræna menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Sviðslistamiðstöð Íslands er stoltur samstarfsaðili (supporting partner) verkefnisins.

Sækja um Off Stage hér

2. EAP – Buddy Programme (Fyrir listafólk og framleiðendur)

Umsóknarfrestur: 15. febrúar 2026

Þetta verkefni er ætlað listafólki og framleiðendum sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegum vettvangi (emerging artists & producers). Markmiðið er að brúa bilið út í heim með persónulegri leiðsögn.

Um er að ræða tveggja ára þróunarverkefni (2026–2027) þar sem þátttakendur fá:

  • Mentor (buddy): Reyndan bakhjarl úr faginu sem veitir ráðgjöf og stuðning.
  • Þátttöku á hátíðum: Aðgang að CPH STAGE International Days (2026 og 2027) og ILT Festival í Árósum.
  • Tengslanet: Aðgang að öflugum hópi kollega frá öllum Norðurlöndunum.
  • Fjármögnun: Ferðir, gisting og dagpeningar eru greiddir, auk þess sem þátttakendur fá styrk að upphæð 6.600 DKK.

Sækja um EAP Buddy Programme hér

Við hvetjum íslenskt sviðslistafólk eindregið til að kynna sér þessi tækifæri, enda falla þau vel að stefnu miðstöðvarinnar um að auka sýnileika og alþjóðleg tengsl íslenskra sviðslista.

Verkefnið er gert mögulegt með stuðningi frá Menningar- og listáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar (Culture and Art Programme – Nordic Council of Ministers).

Nánari upplýsingar og umsóknarferli má finna á vef CPH STAGE: Sjá nánar um Open Calls hjá CPH STAGE

-