.png)
CPH STAGE í Danmörku leitar nú að þátttakendum í tvö alþjóðleg verkefni. Annað snýr að sviðslistafólki í upphafi ferils en hitt að þeim sem fást við skrif og umfjöllun um sviðslistir.
Sviðslistamiðstöð Íslands vill vekja athygli á tveimur spennandi tækifærum á vegum CPH STAGE sem standa íslensku fagfólki til boða. Um er að ræða verkefnin EAP – Buddy Programme og Off Stage. Bæði verkefnin miða að því að efla norrænt tengslanet og faglega hæfni, og fela í sér ferðastyrki fyrir þátttakendur.
Hér fyrir neðan má finna nánari upplýsingar um verkefnin.
Umsóknarfrestur: 1. febrúar 2026
Off Stage – Rethinking Performing Arts Criticism er vinnustofa fyrir þau sem hafa áhuga á að skrifa um, greina og rýna í sviðslistir. Verkefnið er opið bæði starfandi gagnrýnendum (á öllum stigum ferilsins) og listafólki sem vill dýpka skilning sinn á samspili texta og sviðslista.
Vinnustofan fer fram undir leiðsögn sérfræðinga frá hinum virta vefmiðli Springback.org dagana 27.–29. maí 2026 í Kaupmannahöfn.
Valdir þátttakendur fá:
Verkefnið er styrkt af Norræna menningarsjóðnum (Nordisk Kulturfond). Sviðslistamiðstöð Íslands er stoltur samstarfsaðili (supporting partner) verkefnisins.
Umsóknarfrestur: 15. febrúar 2026
Þetta verkefni er ætlað listafólki og framleiðendum sem eru að stíga sín fyrstu skref á alþjóðlegum vettvangi (emerging artists & producers). Markmiðið er að brúa bilið út í heim með persónulegri leiðsögn.
Um er að ræða tveggja ára þróunarverkefni (2026–2027) þar sem þátttakendur fá:
Sækja um EAP Buddy Programme hér
Við hvetjum íslenskt sviðslistafólk eindregið til að kynna sér þessi tækifæri, enda falla þau vel að stefnu miðstöðvarinnar um að auka sýnileika og alþjóðleg tengsl íslenskra sviðslista.
Verkefnið er gert mögulegt með stuðningi frá Menningar- og listáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar (Culture and Art Programme – Nordic Council of Ministers).
Nánari upplýsingar og umsóknarferli má finna á vef CPH STAGE: Sjá nánar um Open Calls hjá CPH STAGE